Að velja kerru

Við val á kerru er best að huga að því í hvernig  aðstæðum kerran verður notuð og hvort eiginleikar hennar falli vel að lífstíl foreldranna. Sjái foreldrar fyrir sér að fara í reglulega göngutúra og nota kerruna daglega er ef til vill ágætt að fjárfesta í góðum grip sem uppfullir þarfir fjölskyldunnar.  Þá er einnig gott að skoða hvaða aukahlutir eru í boði fyrir kerruna s.s. systkinapallur, taska til ferðalaga, bílstólafestingar o.fl.

Vagnar: s.s. Emmaljunga, Simo, Basson, Silver Cross:

  • Henta vel foreldrum sem
    • geta geymt vagninn á jarðhæð.
    • eignast börn að vetri.
    • aðal vagn en gott að eiga þá létta kerru með í snatt/bílinn.
    • búa í sveit eða þar sem eru malavegir eða til torfærugöngu utanvega.
    • þurfa svalavagn.

Fjölnota Ferðakerrur s.s Bugaboo, Silver Cross (Pioneer og Wave), Baby jogger (city elite, city mini, city select oflr), Maxi cosi (Nova, Zelia), Britax (Smile, go big), Graco (Evo XT) , I candy o.s.frv.

  • Henta vel foreldrum sem:
    • búa ekki á jarðhæð og þurfa að geyma kerruna uppi í íbúð.
    • eru  á ferðinni og vilja hafa möguleikann á því að nota bílstól á kerrugrindinni.
    • leggja áherslu á kerruna sjálfa en ekki vagninn (vagnstykkið endist yfirleitt stutt).
    • sjá fyrir sér að nota kerruna aðallega á malbiki (þó eru nokkrar í þessum flokki sambærilegar vögnum með stórum dekkjum).
    • reikna með því að taka kerruna oft með sér í bíl og vil að það sé án mikillar fyrirhafnar.
    • vilja ferðast með kerruna erlendis.

Skottkerrur: Silver Cross (Reflex, Zest), Baby jogger (city tour lux og city tour), Britax (b-light), maxi, cosi (Dana), Basson (Trend), Graco (lite rider, Blox, Evo osfrv.

  • Henta vel foreldrum sem:
    • eiga vagn og vantar kerru í snatt.
    • ferðast og þá sérstaklega til stórborga.
    • eru ekki að flækja fyrir sér hlutina og þurfa bara að koma barni frá A til B.